51. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 150. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 12. mars 2020 kl. 09:10


Mætt:

Óli Björn Kárason (ÓBK) formaður, kl. 09:10
Þorsteinn Víglundsson (ÞorstV) 1. varaformaður, kl. 09:10
Brynjar Níelsson (BN) 2. varaformaður, kl. 09:10
Bryndís Haraldsdóttir (BHar), kl. 09:10
Oddný G. Harðardóttir (OH), kl. 09:10
Ólafur Þór Gunnarsson (ÓGunn), kl. 09:10
Smári McCarthy (SMc), kl. 09:10
Willum Þór Þórsson (WÞÞ), kl. 09:10
Þorgrímur Sigmundsson (ÞorgS), kl. 09:10

Nefndarritari: Hildur Eva Sigurðardóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:10
Fundargerð 50. fundar var samþykkt.

2) Tæki Seðlabankans til að bregðast við efnahagslegum áföllum Kl. 09:10
Á fund nefndarinnar komu Ásgeir Jónsson Seðlabankastjóri og Þórarinn G. Pétursson aðalhagfræðingur Seðlabanka ÍSlands. Fóru þeir yfir tæki bankans til að bregðast við efnahagslegum áföllum og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 448. mál - breyting á ýmsum lagaákvæðum um innlánsdeildir og hæfisskilyrði stjórnarmanna og framkvæmdastjóra samvinnufélaga Kl. 10:10
Formaður lagði til að málið yrði afgreitt og var það samþykkt. Allir viðstaddir skrifa undir nefndarálit: Óli Björn Kárason, Bryndís Haraldsdóttir, framsögumaður, Þorsteinn Víglundsson, Brynjar Níelsson, Oddný G. Harðardóttir, Ólafur Þór Gunnarsson, Smári McCarthy, Þorgrímur Sigmundsson og Willum Þór Þórsson.

4) 361. mál - skilameðferð lánastofnana og verðbréfafyrirtækja Kl. 10:12
Umræðu frestað.

5) 529. mál - brottfall ýmissa laga Kl. 10:12
Formaður lagði til að málið yrði afgreitt og var það samþykkt. Allir viðstaddir skrifa undir nefndarálit: Óli Björn Kárason, Bryndís Haraldsdóttir, framsögumaður, Þorsteinn Víglundsson, Brynjar Níelsson, Oddný G. Harðardóttir, Ólafur Þór Gunnarsson, Smári McCarthy, Þorgrímur Sigmundsson og Willum Þór Þórsson.

6) Önnur mál Kl. 10:15
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:15